Mánudagur, 19. febrúar 2007
Andakukl og draugagangur frá liđinni tíđ
(Mynd. Draugagangur ađ Saurum 1964.)
Andakukl nútímans hefur veriđ mér sem lokuđ bók í marga áratugi, ég fór fyrir nokkrum áratugum síđan á skyggnilýsingu ensks miđils, minnir ađ mér hafi liđiđ bćrilega án ţess ţó ađ fá nokkur viđhlítandi svör. Jćja síđasta helgi var nokkuđ öđruvísi. Sálarrannsóknarfélagiđ á Akureyri stóđ fyrir andlegri helgi, ég og frúin mín ákváđum ađ láta slag standa og kynna okkur starfiđ.Í fyrstu var okkur bođiđ ađ fylgjast međ transmiđli tala tungum og lýsa atburđum úr forneskju.Viđ settumst inn í myrkvađ herbergi og miđillinn fór ađ tala tungum. Í fyrstu var hann franskur frćđimađur frá síđari hluta 18. aldar. Margir gullmolar féllu af miđlinum, sem ađeins glitti í frá rauđum bjarma í annars myrkvuđu herberginu. Mér ţótti ţó furđulegt ađ hann gat ţó á engan hátt tjáđ sig um frönsku byltinguna eđa sagt hvort hann hefđi veriđ konungssinni eđa lýđrćđissinni. Ţar féll eiginlega trú mín á ţessa samverustund viđ franska frćđimanninn frá á 18. öld. En stundin var notaleg og frćđandi á margan hátt , ég var bara ekki allveg tilbúinn ađ međtaka hráann vitnisburđ gagnrýnislaust. Nćst var mér bođiđ í heilun sem ég tók međ ţökkum, en ţađ fór á sama veg Panflautu tónlistinn truflađi gríđarlega og ég gekk jafn skakkur út og ég gekk inn. Ţetta var á laugardaginn. Á sunnudagskvöldiđ mćtti sjálfur Ţórhallur miđill ásamt Skúla Lórenz fyrir fullu húsi gesta og fćrđu ţeir öllum skilabođ ađ handan. Stundin var vel lukkuđ, mikiđ hlegiđ og allir höfđu líkast til fengiđ einhverjum spurningum sínum svarađ. Var ţá ekki takmarkinu náđ? Auđvita var ţví náđ allir ţátttakendur í ţessari andlegu helgi hafa örugglega stađfest í trúnni á framhaldslíf. En fyrir mig var helginni ekki lokiđ. Ţegar ég kom heim af skyggnilýsingunni tók ekki betra viđ. Ríkisútvarpiđ var ađ senda út Andrarímur Guđmundar Andra Thorssonar. Ţađ fyrsta sem fjallađ var um í ţćttinum voru transfyrirlestrar Guđrúnar Sigurđardóttur sem skráđi sögu Ragnheiđar Brynjólfsdóttir í transi á sjöunda áratugi síđustu aldar og ekki nóg međ ţađ. Leikin var í ţćttinum upptaka međ Guđrúnu ţar sem hún talađi međ ólíkum röddum sögupersóna, en ţađ sem sagan gerist nćstum öll á árunum 1654-1675 er slíkt auđvita allgjörlega ómögulegt. Ó nei! Guđrún Sigurđardóttir lék allar persónur og túlkađi viđburđi úr íslenskri forneskju eins og ađ blása sápukúlum. 600 bls. bók fylgdi í kjölfariđ ţar sem saga Ragnheiđar Brynjólfsdóttir var rakin og atburđum í Skálholi um miđa 17. öld. voru gerđ skil. Sjálfur man ég eftir Guđrúnu Sigurđardóttir ţessari ljúfu konu sem átti heima í nćstu götu viđ mig á bernskuárum mínum. Ţessa yndislegu og ljúfu konu hefđi ég aldrei getađ tengt viđ svik af nokkru tagi. Ţví er bók hennar um Ragnheiđi Biskupsdóttir einn af óútskýrđum leyndardómum og atburđum sögunnar. Fyrir nokkrum árum eignađist ég hluta af handriti bókar Guđmundar Davíđssonar Íslendingabyggđ á öđrum hnetti (1929) en ţá bók skrifađi hann ósjálfráđri skrift ađallega eftir bróđur sínum Ólafi og föđur sínum Séra Davíđ Guđmundssyni á Hofi. (Afa Davíđs skálds frá Fagraskógi) ekkert ţekkti ég til Guđmundar, en systkini hans ţau Valgerđur og Hannes urđu mér góđir vinir á ćskuárum mínum, ég eignađist jafnvel hluti eftir ţau og meira ađ segja pínulítiđ eftir sjálfan Ólaf Davíđsson ţjóđsagnasafnara. Önnur látin frćnka mín sem ég nefni ekki hér, skrifađi lengi ósjálfráđa skrift og ţá frćnku mína mun ég aldrei vćna um pretti. Enn ţá lifir í mér sú von ađ eitthvađ sé ađ marka hina ósjálfráđu skrift Guđmundar Davíđssonar á Hraunum og Íslendingabyggđ á öđrum hnetti. Ţađ verđur gaman ađ komast ţar í kynni viđ forfeđurna. En svo ég haldi mig viđ ţessa andlegu helgi á vegum Sálarrannsóknarfélagsins á Akureyri, ţá tel ég ađ vel hafi veriđ ađ henni stađiđ. Ég vćnti ţess ađ fréttatímar fjölmiđlanna verđi uppfullir af frásögnum nćstu daga af ţví sem gerđist fyrir norđan og hlífi okkur hlustendum og lesendum viđ öllum neikvćđu fréttunum frá nćturlífi stórborgarinnar og átökum á ţekktum stríđssvćđum.Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 18. febrúar 2007
Starfsmannaleiga ríkisins og Landsbókasafn-Háskólabókasafn
Morgunblađiđ segir frá ţví í dag, Sunnudag ađ nú sé menningararfurinn allur vćntanlegur á stafrćnu formi. Ţetta kemur fram í viđtali í Morgunblađinu í dag viđ verđandi landsbókavörđ. Samskonar frétt birtist einnig í Morgunblađinu ţann 13. febrúar. En hvađa upplýsingar vantađi í ţessar fréttir? Ég skal útskýra ţađ. Hér er einfaldlega í gangi atvinnubótavinna fyrir fáeina einstaklinga, ţeim verđur faliđ ţađ verkefni ađ ljósmynda gömul dagblöđ og gera ţau ađgengileg á veraldarvefnum. Sérstök fjárveiting er sögđ hafa fengist frá Alţingi til verkefnisins. Ef svo er ţá er hún smánarleg. Vinnumiđlun kemur ţví ađ málinu međ lágmarksstyrk frá Alţingi. Atvinnumál fyrir suma aldursflokka hafa ekki veriđ mörg á Akureyri ţar sem hluti ţessa verkefnis verđur unnin og fréttst hefur af 60 umsóknum einstaklings um störf á Akureyri, sem engu skilađi. En nú ríđa stjórnvöld á vađiđ í kjölfar annarra starfsmannaleiga og ćtla sér ađ ţéna á ástandinu. Á Akureyri fá ţví ađeins ţrír einstaklingar vinnu viđ ljósmyndun á Amtsbókasafninu ţar sem hluti ţessarar nauđungarstarfsemi fer fram. Nćstu ţrjú árin mun ţví fólk á nauđţurftarlaunum vinna ţjóđfélaginu gagn á smánarlaunum fyrir tilstuđlan Alţingis og Akureyrarbćjar ađ ógleymdu Landsbókasafni- Háskólabókasafni.
Bloggar | Breytt 20.2.2007 kl. 00:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 17. febrúar 2007
Aleinn í bíó, ásamt 199 draugum!
Aleinn í bíó í 200 manna sal. Ţađ er ekki oft sem ţađ gerist en síđast henti ţađ mig í vikunni sem leiđ ţegar ég skellti mér á Dreamgirls. Já ţarna sat ég einn og yfirgefinn yfir sálartónlistinni í tvo tíma, ekki er ţó útilokađ ađ 199 draugar hafi notađ tćkifćriđ og skemmt sér líka. Ólafur H. Torfason gaf myndinni ţrjár stjörnur svo ég taldi ađ nokkuđ góđ ađsókn yrđi ađ myndinni. Ţađ er alveg hćgt ađ mćla međ ţessari mynd hún var góđ skemmtun. Söguţráđurinn er greinilega tekinn upp úr bókinni The Story of Motown eftir Peter Benjaminson. Já Barry Gordy hljómplötuútgefandi var frumkvöđull á sínu sviđi og festi margar stjörnur upp á stjörnuhimininn. En ađ vera aleinn í bíó er skrítinn tilfinning, ţađ er eins og mađur eigi bara allan heiminn, ekkert sem truflar, ekkert skrjáf í popppokum og enginn óvćntur hósti neins stađar. Ef ég man rétt ţá gerđist ţađ síđast ţegar myndin um
Hilary and Jackie var sýnd ađ ţá sat ég líka, aleinn í 300 manna sal á frumsýningu í Borgarbíói á Akureyri og naut dýrđarinnar og frábćrrar snilli
Jacqueline du Pré. Ekkert skil ég í samborgurum mínum ađ láta svona gullmola fram hjá sér fara.Föstudagur, 16. febrúar 2007
Fallegasta melódía í heimi ?
Var ađ setja inn í tónlistarspilarann lagiđ "Sailing by" sem mörgum ţykir eitt fallegasta lag sem samiđ hefur veriđ. Tónskáldiđ Ronald Binge er nú ekkert sérstaklega frćgur og ţó annađ lag eftir hann Elizabethan Serenade varđ mjög frćgt á sínum tíma. Ronald Binge starfađi međ hljómsveit Mantovani um árabil. Ţess má einnig geta ađ bbc hefur spilađ "Sailing by" í ein 40 ár á hverju einasta kvöldi á undan veđurfréttum til sjófarenda.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Skákhöfuđborg heimsins og líkneski af Bobby Fischer
Fór á bókaútsölu í Pennanum- Eymundsson og nćldi mér í frábćra bók sem heitir "Bobby Fischer Goes To War" Ţessi bók kom út 2005. Bókin er allveg mögnuđ lýsing á Bobby og sagan er rakin allt ţar til hann fékk landvistarleyfi á Íslandi. Heyrđi í hádegisfréttum ađ Reykjavík hefđi sett sér ţađ markmiđ ađ verđa skák höfuđborg heimsins. Ekki ónýtt ađ eiga Bobby Fischer mesta skáksnilling allra tíma sem íslenskan ríkisborgara. Legg til ađ Reykjavíkurborg reisi einnig veglegt líkneski af Bobby Fischer. Sú stytta myndi verđa víđfrćg á svipstundu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Göngubrú óskast, má vera smá.
Hólmatungur og Jökulsárgljúfur í Ţjóđgarđinum í Jökulsárgljúfri liggja svo ađ segja samsíđa viđ Forvöđin en fćstir skođa báđa stađina, enda langt ađ fara á milli akandi. Ţarna kćmi lítil og nett göngubrú ađ miklum og góđum notum, ţá yrđi mönnum kleift ađ njóta ţessarar náttúrudýrđar í sama göngutúrnum. Ótrúlegt ef ţjóđin hefur ekki efni á lítilli göngubrú á milli ţessara stađa
.Munađarnes í Borgarfirđi er vinsćll sumardvalastađur og flestir sem ţar dvelja skreppa vitanlega í sund ađ Varmalandi. Sem er beint á móti hinum meginn viđ ána. En göngutúrinn ţangađ er flestum ofviđa. Ţví ţađ er engin göngubrú yfir Norđurá og ţarf ţví ađ taka á sig langan krók til ţess ađ komast í notalegt bađ.
Afhverju ţarf lífiđ ađ vera svona flókiđ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ţriđjudagur, 13. febrúar 2007
Cézanne og Jón Stefánsson listmálari
Kćru skúbbarar, ţessa dagana stendur yfir sýning á verkum Jóns Stefánssonar í Listasafni Íslands, ég kemst ekki ,en endilega fariđ, sem getiđ.
Sumar af ţessum myndum sem ég birti á ţessari síđu málađi Jón Stefánsson en hinar gerđi sjálfur Cezanne og ađrir tilgreindir. Viđ skođun ţessara mynda finnst mér nú eins og Jón hafa sótt áhrif til margara listamanna og er ekkert nema gott um ţađ ađ segja. Ţetta gera flestir listamenn svo lengi sem ţeir lifa en eftil vill finnst einhverjum ţessar samlíkingar vera út í Hróa Hött
Hér er Modiglani 1917 og Jón Stefánsson 1918 (ath ađeins hluti verkanna)
Frits Thaulow til vinstri Jón Stefánsson til hćgri (sama stemmingin)
Cezanne til vinstri 1895 Jón Stefánsson blóm 1940.
Verkin hans Jóns Stefánssonar birtast hér alltaf til hćgri og hugsanleg fyrirmynd til vinstri.
Jón Stefánsson var nafntogađur fyrir gáfur og andlegt atgerfi hann komst í góđan skóla. Og hans mun alltaf verđa minnst sem einum af frumherjum íslenskrar myndlistar. Ber ađ ţakka Listasafni Íslands fyrir sýningu á verkum hans, og mér ţykir ákaflega leitt ađ hafa ekki komist suđur.
Vona ađ mér fyrirgefist ţessi leikur međ verkin hans Jóns (já ţetta er bara leikur)
Ekki er á nokkurn hátt veriđ ađ gera lítiđ úr Jóni Stefánssyni í ţessum pistli hér er ađeins veriđ ađ tala um skrítnar tilviljanir.
Eđa eins og krítikarinn sagđi!
"Mynd á ađ vera mettuđ og ein sterk heild, en ţó lifandi og létt. Á sama hátt og manni innst inni dreymir um alheiminn, í fullkominni byggingu og heild. Ţađ ţarf nćmleik og tilfinningu til ađ útfćra ţessi sterku form lifandi og svo viberandi annars verđa ţau svo fátćk og skematísk. Listamađurinn getur auđvita gert sterka mynd brutalitet og hann getur líka, sem er betra, gert verkiđ í anda l´art meistaranna, og lyft sjarma verksins, á ćđra plan svo nnri kraftur verkanna ţrátt fyrír óútskýranlegur innri svipur ţess sé grunnristinn ţó má fullyrđa ađ hér sé dýrkun í litum og formi vandlega útfćrđ."
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. febrúar 2007
Jón Stefánsson listmálari og hestur frá Stalingrad
bókarinnar var mikill húmoristi og hafđi límt inn í bókina margar blađaljósmyndir og jólakort sem hann taldi vera fyrirmyndir Jóns. Ég biđ ţó lesendur ţessa pistils ađ taka ţessa viđmiđun fremur sem grín en alvöru. Á ţessari mynd er sem sagt verkiđ, "Hestur um vetur 1945". En ljósmyndin er frá Stalingrad tekin 1942 en birt í Ekstra blađinu 1945. Kannski er hestar bara alltaf eins.
Síđan bćti ég hérna viđ dönsku nýjárskorti frá ţví um 1930, jú myndin minnir ónotanlega á eitthvađ.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. febrúar 2007
Akureyrarkirkja og syndaflóđiđ
Skrapp í kvöldmessu á sunnudagskvöldiđ í Akureyrarkirkju, ađalega til ţess ađ hlusta á englasöng stúlknakórsins. Ég varđ ekki fyrir vonbrigđum, stundin notaleg og hlý. Verđ samt ađ kvarta yfir grjóthörđum kirkjubekkjunum ţeir eru barns síns tíma. Mađur bara nćr ekki upp í ţá bekkjafriđun sem fylgir gömlum kirkjum á Íslandi. Ţađ er eins og kirkjugestir eigi virkilega ađ ţjást á međan á athöfn stendur. Engu má breyta til hins betra fyrir kirkjugesti, bólstrađir púđar koma ekki ađ neinu gagni ţegar bekkurinn er ţannig hannađur ađ gestir síga alltaf neđar og neđar og eru raunar á iđi alla messuna til ţess ađ varna ţví ađ lenda ekki undir bekkjunum. Svo langar mig til ţess ađ láta fylgja ţessu bloggi mynd eftir hinn frćga sćnska listmálara Carl Fredrik Hill (1849-1911) myndin er úr syndaflóđs seríunni sem hann málađi fyrir 1900 já og takiđ eftir Akureyrarkirkja var byggđ um 1940. Hvert skyldi Guđjón Samúelsson húsameistari hafa sótt hugmyndina ađ útliti kirkjunnar? Hvenćr skyldi syndaflóđiđ skella á?
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Sigrún Magnúsdóttir, Gleymd stjarna!
En Íslendingar eru fyrir löngu búnir ađ gleyma Sigrúnu ţrátt fyrir glćstan feril. Upptökur međ söng hennar er hvergi ađ finna á hljómplötum, úr ţví ţarf ađ bćta og ég panta hér međ safnplötu međ upptökum fyrstu íslensku söngleikjastjarnanna, ţessar upptökur eru til en ţćr eru varđveittar í dimmum kjöllurum Ríkisútvarpsins. Mig langar til ţess ađ setja inn á ţessa síđu, eina upptöku međ Sigrúnu. Upptakan er gerđ 26. mars 1945 og ţar syngur hún og trallar djass lagiđ Dinah eftir Fats Waller. Ţess má geta ađ ţessi upptaka er ađeins til í einu eintaki, eignađist ég ţessa fágćtu plötu fyrir nokkrum árum. Ég biđst afsökunar á slćmum upptökugćđum en ţrátt fyrir ţau má vel njóta frábćrra listhćfileika Sigrúnar Magnúsdóttir. Líkast til er ţetta einnig elsta upptaka á íslenskri djasstónlist.
Bloggar | Breytt 15.2.2007 kl. 13:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)