Föstudagur, 9. febrúar 2007
Sigrún Magnúsdóttir, Gleymd stjarna!
En Íslendingar eru fyrir löngu búnir að gleyma Sigrúnu þrátt fyrir glæstan feril. Upptökur með söng hennar er hvergi að finna á hljómplötum, úr því þarf að bæta og ég panta hér með safnplötu með upptökum fyrstu íslensku söngleikjastjarnanna, þessar upptökur eru til en þær eru varðveittar í dimmum kjöllurum Ríkisútvarpsins. Mig langar til þess að setja inn á þessa síðu, eina upptöku með Sigrúnu. Upptakan er gerð 26. mars 1945 og þar syngur hún og trallar djass lagið Dinah eftir Fats Waller. Þess má geta að þessi upptaka er aðeins til í einu eintaki, eignaðist ég þessa fágætu plötu fyrir nokkrum árum. Ég biðst afsökunar á slæmum upptökugæðum en þrátt fyrir þau má vel njóta frábærra listhæfileika Sigrúnar Magnúsdóttir. Líkast til er þetta einnig elsta upptaka á íslenskri djasstónlist.
Athugasemdir
Íslendingar búnir að gleyma Sigrúnu, segir þú. Má vera að nokkuð sé til í því. Aftur á móti eru Ísfirðingar ekki búnir að gleyma henni, a.m.k. ekki þeir eldri og ekki þeir sem enn í dag koma við sögu Litla leikklúbbsins á Ísafirði. Sigrún Magnúsdóttir var systurdóttir Jónasar Tómassonar tónskálds eldra, ef ég man rétt, hún fæddist á Ísafirði og þar dó hún.
Hlynur Þór Magnússon, 9.2.2007 kl. 22:33
Allveg rétt hjá þér. Ég var lengi í sambandi við systur hennar Arnþrúði Aspelund á Ísafirði sem veitti mér ómetanlegar upplýsingar um Sigrúnu. Í framhaldi af því gerði ég útvarpsþátt um Sigrúnu og skrifaði um hana Lesbókargrein. En upptökurnar bíða ennþá óbættar hjá garði og Sigrúnu hefur því ekki verið sýndur sá sómi sem hún á svo vissulega skilið.
Valgarður Stefánsson, 10.2.2007 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.