Akureyrarkirkja og syndaflóðið

kirkjanSkrapp í kvöldmessu á sunnudagskvöldið í Akureyrarkirkju, aðalega til þess að hlusta á englasöng stúlknakórsins. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum, stundin notaleg og hlý. Verð samt að kvarta yfir grjóthörðum kirkjubekkjunum þeir eru barns síns tíma. Maður bara nær ekki upp í þá bekkjafriðun sem fylgir gömlum kirkjum á Íslandi. Það er eins og kirkjugestir eigi virkilega að þjást á meðan á athöfn stendur. Engu má breyta til hins betra fyrir kirkjugesti, bólstraðir púðar koma ekki að neinu gagni þegar bekkurinn er þannig hannaður að gestir síga alltaf neðar og neðar og eru raunar á iði alla messuna til þess að varna því að lenda ekki undir bekkjunum. Svo langar mig til þess að láta fylgja þessu bloggi mynd eftir hinn fræga sænska listmálara Carl Fredrik Hill (1849-1911) myndin er úr syndaflóðs seríunni sem hann málaði fyrir 1900 já og takið eftir Akureyrarkirkja var byggð um 1940. Hvert skyldi Guðjón Samúelsson húsameistari hafa sótt hugmyndina að útliti kirkjunnar? Hvenær skyldi syndaflóðið skella á?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband