Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Göngubrú óskast, má vera smá.
Hólmatungur og Jökulsárgljúfur í Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfri liggja svo að segja samsíða við Forvöðin en fæstir skoða báða staðina, enda langt að fara á milli akandi. Þarna kæmi lítil og nett göngubrú að miklum og góðum notum, þá yrði mönnum kleift að njóta þessarar náttúrudýrðar í sama göngutúrnum. Ótrúlegt ef þjóðin hefur ekki efni á lítilli göngubrú á milli þessara staða
.Munaðarnes í Borgarfirði er vinsæll sumardvalastaður og flestir sem þar dvelja skreppa vitanlega í sund að Varmalandi. Sem er beint á móti hinum meginn við ána. En göngutúrinn þangað er flestum ofviða. Því það er engin göngubrú yfir Norðurá og þarf því að taka á sig langan krók til þess að komast í notalegt bað.
Afhverju þarf lífið að vera svona flókið?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.