Föstudagur, 16. febrúar 2007
Fallegasta melódía í heimi ?
Var að setja inn í tónlistarspilarann lagið "Sailing by" sem mörgum þykir eitt fallegasta lag sem samið hefur verið. Tónskáldið Ronald Binge er nú ekkert sérstaklega frægur og þó annað lag eftir hann Elizabethan Serenade varð mjög frægt á sínum tíma. Ronald Binge starfaði með hljómsveit Mantovani um árabil. Þess má einnig geta að bbc hefur spilað "Sailing by" í ein 40 ár á hverju einasta kvöldi á undan veðurfréttum til sjófarenda.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.