Sunnudagur, 18. febrúar 2007
Starfsmannaleiga ríkisins og Landsbókasafn-Háskólabókasafn
Morgunblaðið segir frá því í dag, Sunnudag að nú sé menningararfurinn allur væntanlegur á stafrænu formi. Þetta kemur fram í viðtali í Morgunblaðinu í dag við verðandi landsbókavörð. Samskonar frétt birtist einnig í Morgunblaðinu þann 13. febrúar. En hvaða upplýsingar vantaði í þessar fréttir? Ég skal útskýra það. Hér er einfaldlega í gangi atvinnubótavinna fyrir fáeina einstaklinga, þeim verður falið það verkefni að ljósmynda gömul dagblöð og gera þau aðgengileg á veraldarvefnum. Sérstök fjárveiting er sögð hafa fengist frá Alþingi til verkefnisins. Ef svo er þá er hún smánarleg. Vinnumiðlun kemur því að málinu með lágmarksstyrk frá Alþingi. Atvinnumál fyrir suma aldursflokka hafa ekki verið mörg á Akureyri þar sem hluti þessa verkefnis verður unnin og fréttst hefur af 60 umsóknum einstaklings um störf á Akureyri, sem engu skilaði. En nú ríða stjórnvöld á vaðið í kjölfar annarra starfsmannaleiga og ætla sér að þéna á ástandinu. Á Akureyri fá því aðeins þrír einstaklingar vinnu við ljósmyndun á Amtsbókasafninu þar sem hluti þessarar nauðungarstarfsemi fer fram. Næstu þrjú árin mun því fólk á nauðþurftarlaunum vinna þjóðfélaginu gagn á smánarlaunum fyrir tilstuðlan Alþingis og Akureyrarbæjar að ógleymdu Landsbókasafni- Háskólabókasafni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.