Mánudagur, 12. mars 2007
Prímadonnurnar
HaHaHaHaHaHaHaHA, já ég gerði mér ferð í Freyvangsleikhúsið á föstudagskvöldið og sá gamanleikinn "Prímadonnurnar" og þakka Guði fyrir að hafa ekki hlegið mig í hel. Þetta var ein sú allra besta skemmtun sem ég hef séð um langan tíma, slær jafnvel kvikmyndina Borat út. Þessi farsi er skrifaður í anda "Frænku Charles" sem lifir enn þá í minningunni í dönsku bíómyndinni með Dirch Passer og Ove Sprogöe sem "allir" sáu í "den gamle gode dage". Ef þið þurfið að koma hláturkirtlunum í gang þá vitið þið nú hvert þið eigið að fara
Góða skemmtun!
Athugasemdir
Þá er bara að skella sér norður!
Greta Björg Úlfsdóttir, 13.3.2007 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.