Miðvikudagur, 28. mars 2007
Útvarp Reykjavík, morgunútvarp - In Memorian
Einu sinni var til útvarp sem útvarpaði léttri tónlistardagskrá í morgunsárið, þessi tónlist var í bland klassík, djass og dægurlög á rólegum nótum. Það var þægilegt að hafa útvarpið opið, svona án þess að vera endilega að hlusta sérstaklega. Útvarpið veitti nefnilega andlegan félagsskap og stundum lagði maður við hlustir og naut góðrar tónlistar eða bara gleymdi að útvarpið var opið og naut þess samt. Þessir tímar eru fyrir löngu liðnir. Það er búið að eyðileggja morgunútvarpið með andfélagslegum kjaftavaðli. Gamla góða morgunútvarpið heyrir sögunni til, blessuð sé minning þess.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.