Hlaðvarpinn og niðurhal hjá Rúv.is

Það hljómar vel sú nýja þjónusta sem Ríkisútvarpið veitir með niðurhali á efni fyrir mp3 skrár og Ipodda en málið er ekki allveg svo einfalt. Það er ekki nóg að segja "save target" og þá ætti niðurhalið að fara af stað og taka aðeins fáeinar sekúndur í niðurhali. Nei það þarf að stinga mp3 spilaranum í samband og hlaða efninu inn og þá tekur það klukkustundar efni nákvæmlega eina klukkustund að hlaðast niður. BBC, Danska útvarpið og það Sænska og fjöldi annarra stöðva bjóða upp á miklu betri og flótvirkari niðurhal, nefnilega "Save target" aðferðina. Það hefði nú verið betra að bíða með þessa framkvæmd þar til kunnáttufólk hefði fengist til starfa og gert hlutina auðveldari frá upphafi. Því svo ekki að bjóða líka upp á niðurhal af sjónvarpsefni ? Fjölmargar sjónvarpsstöðvar  út um allan heim, bjóða upp á slíka þjónustu. En vonandi verður fall fararheill og niðurhalið gert fljótvirkara og einfaldara hið allra fyrsta. Vil benda á flotta djassþætti hjá danska útvarpinu og frábært sjónvarpsefni grín og glens frá því ástralska. Og það góða er! Niðurhalið tekur fáein sekúndubrot, það er hægt að geyma það síðan í tölvunni og draga það síðann í mp3 spilarann þegar þannig stendur, á svipstundu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband