Færsluflokkur: Bloggar

Starfsmannaleiga ríkisins og Landsbókasafn-Háskólabókasafn

Morgunblaðið segir frá því í dag, Sunnudag að nú sé menningararfurinn allur væntanlegur á stafrænu formi. Þetta kemur fram í viðtali í Morgunblaðinu í dag við verðandi landsbókavörð. Samskonar frétt birtist einnig í Morgunblaðinu þann 13. febrúar. En hvaða upplýsingar vantaði í þessar fréttir? Ég skal útskýra það. Hér er einfaldlega í gangi atvinnubótavinna fyrir fáeina einstaklinga, þeim verður falið það verkefni að ljósmynda gömul dagblöð og gera þau aðgengileg á veraldarvefnum. Sérstök fjárveiting er sögð hafa fengist frá Alþingi til verkefnisins. Ef svo er þá er hún smánarleg. Vinnumiðlun kemur því að málinu með lágmarksstyrk frá Alþingi. Atvinnumál fyrir suma aldursflokka hafa ekki verið mörg á Akureyri þar sem hluti þessa verkefnis verður unnin og fréttst hefur af 60 umsóknum einstaklings um störf á Akureyri, sem engu skilaði. En nú ríða stjórnvöld á vaðið í kjölfar annarra starfsmannaleiga og ætla sér að þéna á ástandinu. Á Akureyri fá því aðeins þrír einstaklingar vinnu við ljósmyndun á Amtsbókasafninu  þar sem hluti þessarar nauðungarstarfsemi fer fram. Næstu þrjú árin mun því fólk á nauðþurftarlaunum vinna þjóðfélaginu gagn á smánarlaunum fyrir tilstuðlan Alþingis og Akureyrarbæjar að ógleymdu Landsbókasafni- Háskólabókasafni.


Skákhöfuðborg heimsins og líkneski af Bobby Fischer

hof 013

Fór á bókaútsölu í Pennanum- Eymundsson og nældi mér í frábæra bók sem heitir "Bobby Fischer Goes To War" Þessi bók kom út 2005. Bókin er allveg mögnuð lýsing á Bobby og sagan er rakin allt þar til hann fékk landvistarleyfi á Íslandi. Heyrði í hádegisfréttum að Reykjavík hefði sett sér það markmið að verða skák höfuðborg heimsins. Ekki ónýtt að eiga Bobby Fischer mesta skáksnilling allra tíma sem íslenskan ríkisborgara. Legg til að Reykjavíkurborg reisi einnig veglegt líkneski af Bobby Fischer. Sú stytta myndi verða víðfræg á svipstundu.


Göngubrú óskast, má vera smá.

holmatungurkirkjan

Hólmatungur og Jökulsárgljúfur í Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfri liggja svo að segja samsíða við Forvöðin en fæstir skoða báða staðina, enda langt að fara á milli akandi. Þarna kæmi lítil og nett göngubrú að miklum og góðum notum, þá yrði mönnum kleift að njóta þessarar náttúrudýrðar í sama göngutúrnum. Ótrúlegt ef þjóðin hefur ekki efni á lítilli göngubrú á milli þessara staða

.varmalandMunaðarnes í Borgarfirði er vinsæll sumardvalastaður og flestir sem þar dvelja skreppa vitanlega í sund að Varmalandi. Sem er beint á móti hinum meginn við ána. En göngutúrinn þangað er flestum ofviða. Því það er engin göngubrú yfir Norðurá og þarf því að taka á sig langan krók til þess að komast í notalegt bað.

Afhverju þarf lífið að vera svona flókið?


Cézanne og Jón Stefánsson listmálari

cezanne, countrymanjón St. Markús ívarssonóþekktur málari 1909Jón St. stúlkumynd 1909

Kæru skúbbarar, þessa dagana stendur yfir sýning á verkum Jóns Stefánssonar í Listasafni Íslands, ég kemst ekki ,en endilega farið, sem getið.

Sumar af þessum myndum sem ég birti á þessari síðu málaði Jón Stefánsson en hinar gerði sjálfur Cezanne og aðrir tilgreindir. Við skoðun þessara mynda finnst mér nú eins og Jón hafa sótt áhrif til margara listamanna og er ekkert nema gott um það að segja. Þetta gera flestir listamenn svo lengi sem þeir lifa en eftil vill finnst einhverjum þessar samlíkingar vera út í Hróa Hött

.Modiglani 1917JST. Rúmensk stúlka

Hér er Modiglani 1917 og Jón Stefánsson 1918 (ath aðeins hluti verkanna)Frits ThaulowJST. Hestar við búðardyr

Frits Thaulow til vinstri Jón Stefánsson til hægri (sama stemmingin)

Cezanne túlípanar 1895sigrún 035

Cezanne til vinstri 1895 Jón Stefánsson blóm 1940.

Verkin hans Jóns Stefánssonar birtast hér alltaf til hægri og hugsanleg fyrirmynd til vinstri.

Jón Stefánsson var nafntogaður fyrir gáfur og andlegt atgerfi hann komst í góðan skóla. Og hans mun alltaf verða minnst sem einum af frumherjum íslenskrar myndlistar. Ber að þakka Listasafni Íslands fyrir sýningu á verkum hans, og mér þykir ákaflega leitt að hafa ekki komist suður.

Vona að mér fyrirgefist þessi leikur með verkin hans Jóns (já þetta er bara leikur)

Ekki er á nokkurn hátt verið að gera lítið úr Jóni Stefánssyni í þessum pistli hér er aðeins verið að tala um skrítnar tilviljanir.

Eða eins og krítikarinn sagði!

"Mynd á að vera mettuð og ein sterk heild, en þó lifandi og létt. Á sama hátt og manni innst inni dreymir um alheiminn, í fullkominni byggingu og heild. Það þarf næmleik og tilfinningu til að útfæra þessi sterku form lifandi og svo viberandi annars verða þau svo fátæk og skematísk. Listamaðurinn getur auðvita gert sterka mynd brutalitet og hann getur líka, sem er betra, gert verkið í anda l´art meistaranna, og lyft sjarma verksins, á æðra plan svo nnri kraftur verkanna þrátt fyrír óútskýranlegur innri svipur þess  sé grunnristinn þó má fullyrða að hér sé dýrkun í litum og formi vandlega útfærð."


Akureyrarkirkja og syndaflóðið

kirkjanSkrapp í kvöldmessu á sunnudagskvöldið í Akureyrarkirkju, aðalega til þess að hlusta á englasöng stúlknakórsins. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum, stundin notaleg og hlý. Verð samt að kvarta yfir grjóthörðum kirkjubekkjunum þeir eru barns síns tíma. Maður bara nær ekki upp í þá bekkjafriðun sem fylgir gömlum kirkjum á Íslandi. Það er eins og kirkjugestir eigi virkilega að þjást á meðan á athöfn stendur. Engu má breyta til hins betra fyrir kirkjugesti, bólstraðir púðar koma ekki að neinu gagni þegar bekkurinn er þannig hannaður að gestir síga alltaf neðar og neðar og eru raunar á iði alla messuna til þess að varna því að lenda ekki undir bekkjunum. Svo langar mig til þess að láta fylgja þessu bloggi mynd eftir hinn fræga sænska listmálara Carl Fredrik Hill (1849-1911) myndin er úr syndaflóðs seríunni sem hann málaði fyrir 1900 já og takið eftir Akureyrarkirkja var byggð um 1940. Hvert skyldi Guðjón Samúelsson húsameistari hafa sótt hugmyndina að útliti kirkjunnar? Hvenær skyldi syndaflóðið skella á?


Sigrún Magnúsdóttir, Gleymd stjarna!

sigrún 004

Sigrún Magnúsdóttir (1904-1981) var fyrsta söngleikjastjarna Íslendinga hún var aðalstjarnan í fyrstu óperettum sem  settar voru upp hér á landi og einnig söng hún aðalhlutverkið í fyrstu óperunni sem hér var sett upp (Systirin frá Prag 1937) Vinsælustu óperetturnar hennar voru Bláa Kápan, Brosandi Land og Nitouce 1941 sem sló öll fyrri aðsóknarmet í Iðnó en þar söng hún aðalhlutverkið á móti Lárusi Pálssyni. Hún kom síðast fram í Leðurblökunni í Þjóðleikhúsinu 1954.

En Íslendingar eru fyrir löngu búnir að gleyma Sigrúnu þrátt fyrir glæstan feril. Upptökur með söng hennar er hvergi að finna á hljómplötum, úr því þarf að bæta og ég panta hér með safnplötu með upptökum fyrstu íslensku söngleikjastjarnanna, þessar upptökur eru til en þær eru varðveittar í dimmum kjöllurum Ríkisútvarpsins. Mig langar til þess að setja inn á þessa síðu, eina upptöku með Sigrúnu. Upptakan er gerð 26. mars 1945 og þar syngur hún og trallar djass lagið Dinah eftir Fats Waller. Þess má geta að þessi upptaka er aðeins til í einu eintaki, eignaðist ég þessa fágætu plötu fyrir nokkrum árum. Ég biðst afsökunar á slæmum upptökugæðum en þrátt fyrir þau má vel njóta frábærra listhæfileika Sigrúnar Magnúsdóttir. Líkast til er þetta einnig elsta upptaka á íslenskri djasstónlist. 


Fyrirboði um skemmdarverk

malverk 887

Litli söluturninn í Hafnarstræti hefur verið ein af djásnum Akureyrar svo lengi sem elstu menn muna. Nú hefur turninn ásamt lóð verðið auglýstur til sölu. Vonandi verður turninn ekki rifinn! Bæjaryfirvöld verða að vernda turninn með einhverjum ráðum, t.d. með því að flytja

hann að Minjasafninu. Allt annað yrði stórslys.

(mynd VST)

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband