Færsluflokkur: Menning og listir
Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Listasaga Braga Ásgeirssonar
Bragi Ásgeirsson hefur í meira en fjóra áratugi skrifað um myndlist auk þess að vera mikilsvirtur myndlistarmaður sjálfur. Bragi var nýverið útnefndur myndlistarmaður ársins 2007 af Grafíkvinum enda Bragi einn af frumherjum íslenskrar grafíklistar. En nú finnst mér einnig kominn tími á það út verði gefin bók með úrvali af myndlistarrýni og fræðandi frásögum Braga Ásgeirssonar, þar er af mörgu af taka og enginn honum fremri enda lipur og snjall penni. Bragi Ásgeirsson hefur öðrum fremur fylgst með framgangi og þróunar íslenskrar myndlistar síðustu áratugi. Það er einnig Braga Ásgeirssyni að þakka öðrum fremur að landsmenn allir fengu tækifæri að fylgjast með helstu myndlistarviðburðum í gegnum skrif hans. Listasaga Braga Ásgeirssonar er til í eldri sem yngri blöðum Morgunblaðsins og ekki kæmi á óvart að hann héldi sjálfur til haga því úrvali sem hann teldi helst koma til greina í slíku riti. Jólabókin í ár verður vonandi Listasaga Braga Ásgeirssonar.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. febrúar 2007
Cézanne og Jón Stefánsson listmálari
Kæru skúbbarar, þessa dagana stendur yfir sýning á verkum Jóns Stefánssonar í Listasafni Íslands, ég kemst ekki ,en endilega farið, sem getið.
Sumar af þessum myndum sem ég birti á þessari síðu málaði Jón Stefánsson en hinar gerði sjálfur Cezanne og aðrir tilgreindir. Við skoðun þessara mynda finnst mér nú eins og Jón hafa sótt áhrif til margara listamanna og er ekkert nema gott um það að segja. Þetta gera flestir listamenn svo lengi sem þeir lifa en eftil vill finnst einhverjum þessar samlíkingar vera út í Hróa Hött
Hér er Modiglani 1917 og Jón Stefánsson 1918 (ath aðeins hluti verkanna)
Frits Thaulow til vinstri Jón Stefánsson til hægri (sama stemmingin)
Cezanne til vinstri 1895 Jón Stefánsson blóm 1940.
Verkin hans Jóns Stefánssonar birtast hér alltaf til hægri og hugsanleg fyrirmynd til vinstri.
Jón Stefánsson var nafntogaður fyrir gáfur og andlegt atgerfi hann komst í góðan skóla. Og hans mun alltaf verða minnst sem einum af frumherjum íslenskrar myndlistar. Ber að þakka Listasafni Íslands fyrir sýningu á verkum hans, og mér þykir ákaflega leitt að hafa ekki komist suður.
Vona að mér fyrirgefist þessi leikur með verkin hans Jóns (já þetta er bara leikur)
Ekki er á nokkurn hátt verið að gera lítið úr Jóni Stefánssyni í þessum pistli hér er aðeins verið að tala um skrítnar tilviljanir.
Eða eins og krítikarinn sagði!
"Mynd á að vera mettuð og ein sterk heild, en þó lifandi og létt. Á sama hátt og manni innst inni dreymir um alheiminn, í fullkominni byggingu og heild. Það þarf næmleik og tilfinningu til að útfæra þessi sterku form lifandi og svo viberandi annars verða þau svo fátæk og skematísk. Listamaðurinn getur auðvita gert sterka mynd brutalitet og hann getur líka, sem er betra, gert verkið í anda l´art meistaranna, og lyft sjarma verksins, á æðra plan svo nnri kraftur verkanna þrátt fyrír óútskýranlegur innri svipur þess sé grunnristinn þó má fullyrða að hér sé dýrkun í litum og formi vandlega útfærð."
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. febrúar 2007
Jón Stefánsson listmálari og hestur frá Stalingrad
bókarinnar var mikill húmoristi og hafði límt inn í bókina margar blaðaljósmyndir og jólakort sem hann taldi vera fyrirmyndir Jóns. Ég bið þó lesendur þessa pistils að taka þessa viðmiðun fremur sem grín en alvöru. Á þessari mynd er sem sagt verkið, "Hestur um vetur 1945". En ljósmyndin er frá Stalingrad tekin 1942 en birt í Ekstra blaðinu 1945. Kannski er hestar bara alltaf eins.
Síðan bæti ég hérna við dönsku nýjárskorti frá því um 1930, jú myndin minnir ónotanlega á eitthvað.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7. febrúar 2007
Ísland í flæðarmálinu
Þetta fyrirbæri rakst ég á í flæðarmálinu hjá Höfn í Hornafirði í sumar, mér þótti mosamyndunin minna ótrúlega mikið á Ísland, jöklarnir að vísu komnir hálfa leiðina norður í land. En náttúran getur alltaf komið manni á óvart.