Listasaga Braga Ásgeirssonar

Bragi Bragi Ásgeirsson hefur í meira en fjóra áratugi skrifað um myndlist auk þess að vera mikilsvirtur myndlistarmaður sjálfur. Bragi var nýverið útnefndur myndlistarmaður ársins 2007 af Grafíkvinum enda Bragi einn af frumherjum íslenskrar grafíklistar. En nú finnst mér einnig kominn tími á það út verði gefin bók með úrvali af myndlistarrýni og fræðandi frásögum Braga Ásgeirssonar, þar er af mörgu af taka og enginn honum fremri enda lipur og snjall penni. Bragi Ásgeirsson hefur öðrum fremur fylgst með framgangi og þróunar íslenskrar myndlistar síðustu áratugi. Það er einnig Braga Ásgeirssyni að þakka öðrum fremur að landsmenn allir fengu tækifæri að fylgjast með helstu myndlistarviðburðum í gegnum skrif hans. Listasaga Braga Ásgeirssonar er til í eldri sem yngri blöðum Morgunblaðsins og ekki kæmi á óvart að hann héldi sjálfur til haga því úrvali sem hann teldi helst koma til greina í slíku riti. Jólabókin í ár verður vonandi Listasaga Braga Ásgeirssonar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband