Mánudagur, 19. febrúar 2007
Klámstjörnurnar koma, engin hlutverk í boði
Mér sýnist að öll þessi móðursjúka umræða um klámstörnur á leið til landsins, stafi eingöngu af því að Íslendingum hefur ekki verið boðin nein hlutverk. Klámstörnurnar virðast bara ætla að nota landið sem bakgrunn og ekki leita til íslenskra aukaleikara um aðstoð. Er nokkuð við þetta að athuga, því í raun og veru hefðu þessir aðilar ekki einu sinni þurft að koma hingað til þess að skapa fallegan bakgrunn. Í góðum myndverum er hægt að nota næstum hvaða bakgrunn sem er og láta atriðin gerast hvar sem er í veröldinni og hvenær sem er í tíma. Lofum þessu fólki að ferðast hingað átölulaust eins og hverja aðra siðprúða ferðamenn. Allir vita að klámi verður seint útrýmt, ekki frekar en Framsóknarmönnum og fá þeir þó að ganga frjálsir og jafnvel fara utan.
Athugasemdir
Mér finnst þetta í meiralagi ósmekklegt grín hjá þér. Mótmælin eru vegna þess að það er alvarleg staðreynd að klám"iðnaðurinn" er að græða á tá á fingri á að selja og kaupa fólk og misnota, hóta pynta og meiða. Þetta er staðreynd sem er upp á borðinu og allir sem vilja geta kynnt sér.
Heiða (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 13:34
Ég fæ ekki skilið, miðað við listrænt gildi þeirrar framleiðslu af þessu tagi sem ég hef orðið svo fræg að berja augum, að nokkur þörf sé á fallegum bakgrunni...hvaða pakkhús sem er dugir þeirri lágkúru sem þar er borin á borð fyrir neytendur þessara afurða þeirrar lágmenningar sem klámiðnaðurinn grundvallast á.
Greta Björg Úlfsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.