Félag Fórnarlamba Framsóknarflokksins

Nú finnst mér vera tími kominn á það að stofnaður verði félagsskapur fórnarlamba Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn hefur setið lengi að kjötkötlunum og stungið vænstu bitunum upp í sig. Í engum stjórnmálaflokki þrífst jafnmikil spilling og plott um stöður og embætti. Og vísast til er Jón Kristjánsson fyrrum ráðherra sá maður sem á metið í mistökum á ferli sínum. Hann komst upp með allveg ólíklegustu klúður og þurfti ekki einu sinni að svara fyrir mistökin.  Var að taka saman lausleg klúðurfærslur í embættisferlum Jóns og tölurnar hlaupa fljótt á milljörðum. Er þjónkun hans við umframfjáraustur spítalana auðvita mestur. Mistök og klúður í stjórnárskrárgerð og álit vegna Hálsalóns kostaði c.a. 100 millur. Skiljanlegt að maðurinn var sviptur ráðherradómi, áður en hann varð flokknum og þjóð sinni til meiri vandræða.

 En gaman væri að fá viðbrögð við stofnun félagsskapar fórnarlamba Framsóknarflokksins. Það eiga margir um sárt að binda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband