Við gengum tvö, hugljúf ástarsaga!

öskudagur07 033öskudagur07 034

Deilt er nú um það hvort það hafi verið Ragnar Björnsson eða Friðrik Jónsson sem sömdu lagið við þann vinsæla texta "Við gengum tvö" eftir Valdimar Hólm Hallstað (1906-1989) fyrrum bóksala á Húsavík. Ég tek ekki afstöðu! En á bak við þennan texta er virkilega harmræn ástarsaga sem væri verðugt efni í einn sjónvarpsþátt. Árið 1935 missti Valdimar Hólm unnustu sína eftir erfið veikindi, hún var þá aðeins 22ja ára gömul. Til hennar samdi hann marga texta og lang frægastur er án efa "Í fjarlægð". Valdimar kvæntist og ein dóttir hans ber nafn fyrrum unnustu Valdimars og það sem mér finnst hvað hjartnæmast er sú tryggð hans, að láta grafa sig við hlið æskuástarinnar. Nöfn þeirra eru greipt í sama steininn. þau höfðu náð saman aftur- í eilífðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband