Vonandi verður Barack Obama næsti forseti Bandaríkjanna

Það hljóta margir að fagna þessari frétt, vonandi hafa hinir þvinguðu og illa upplýstu Bandaríkjamenn vit til þess að gefa Obama ætkvæði sitt í næstu forsetakosningum og hafna um leið ættar og  tengda-veldi embættisins. Ég á nokkra vini í Bandaríkjunum og það var skrítið að lesa síðustu jólakortin frá þeim. Jólakortin voru uppfull af afsökunarbeiðnum um framferði og mistök Bush stjórnarinnar í alþjóðamálum. Áður en Bush varð forseti hafði hann aðeins einu sinni ferðast út fyrir landamæri  USA og ferðalagið var til Mexico. Þótt Obama sé ungur þá hefur hann farið víða og er nokkuð vel að sér í alþjóðastjórnmálum. Obama var einnig á móti innrásinni í Írak en það var Hillary ekki, fyrr en eftir á þegar henni varð ljóst hversu herfileg mistök hefðu átt sér stað.
mbl.is Barack Obama saxar á forskot Hillary Clintons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband