Miðvikudagur, 28. febrúar 2007
Kjarasamningar eru bara viðmiðun, ef þú ert þægur/þæg færðu kannski meira
Launamál Iðjuþálfa hjá Sjúkrahúsum hafa verið nokkuð í umræðunni síðustu daga. Það hefur ekki farið hátt en það er á margra vitorði að launamunur starfstétta á sjúkrahúsum getur verið 10faldur. Stjórnendur sjúkrastofnanna skammta sjálfum sér að sjálfsögðu ofurlaun og öllum þeim viðhlægendum sem smjaðra í kringum þá. Forstjóri Tryggingarstofnunar hefur yfir milljón á mánuði í laun á mánuði sem er í flestum tilfellum 10fallt hærri upphæð en sú sem skjólstæðingar hans fá við úthlutun. Sumir halda að launaleynd sé í landinu, það er alragnt. Stjórnendum þessara stofnanna er skylt samkvæmt lögum að gefa upp laun starfsmanna, sé óskað eftir því. Gallinn er bara sá að stjórnendur vilja ekkert vita af þessum lögum. Því segi ég og stend við það að stóru sjúkrahúsunum á Íslandi er flestum ef ekki öllum stjórnað af gjörspilltum forstjórum og framkvæmdastjórum. Þessir aðilar hafa valið sér hirð starfsmanna sem þeir hygla með ofurlaunum og fríðindum. Þá er ekki farið eftir kjarasamningum enda var lögunum breytt fyrir mörgum árum sem gáfu stjórnendum geræðislegt vald til þess að gera vel við suma. Fjórðungssjúkrhúsið á Akureyri er líkast til augljósasta dæmið um spillingu á þeim vettvangi. Ofurjepparnir sem standa í löngum röðum fyrir utan spillingabælið tala sínu máli. Ég dáist hins vegar af því fólki sem hefur ekki haft geð í sér að nudda sér upp við þennan háa aðal. Launaútgjöld eru vissulega stærsti útgjaldaliður þessara stofnanna, en kökunni er ekki skipt, það eru ákveðnir aðilar sem hirða alla stærstu bitana. Og svo virðast þessir sjálftökumenn í launum vera æviráðnir, á hverju ári er þeim bætt umframeyðslan með enn þá meiri hækkun framlaga, já stundum næstum samstundis. Því meiri sem umframkeyrslan er þeim mun meiri virðingar hljóta þessir aðilar. og þeim mun þaulsetnari verða þeir. Starfsmannastefnur eru aðeins notaðar sem og munnþurkur á viðkomandi stofnunum. Heilbrigðisráðherrar hafa heldur ekki verið mannanna bestir þegar kemur að ráðningum viðhægjenda þeirra í stöður. Láta þeir fylgja sérstakar óskir um ríflega umbun viðkomandi vina sina og til þess að styggja ekki ráðherra er gert vel við útvalda. Á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri eru þess dæmi að launakostanður hefur hækkað á litlum deildum um allt að 4oo % eftir að ráðherra óskaði eftir því með 10 milljón króna mútum (Jón Kristjánsson) að koma sínum manni að við kjötkatlana. Í raun og veru eru þessi spillingamál ríkistofnanna svo stór í sniðum að engin ábyrgur aðili fæst til þess að fletta ofan af glæpunum. Þeir eru varðir af ríkiendurskoðun og ráðherrum til þess að geta haldið áfram að sukka með fé og viðhalda ímynd sinni út á við. Þannig er íslenska heibrigðiskerfið rekið í dag. Spilling blómstrar meðan þjóðfélagið þeygir. En hátt yrði þeirra fall ef einhver þyrði að kafa ofaní í þessi mál.
meira síðar!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.