Valgerður Sverrisdóttir og Paris Hilton

 

Nú fer óðum að styttast í Alþingiskosningar og frambjóðendur reyna með öllummeðulum að láta á sér bera, þeir troða sér inn í fjölsóttar jarðafarir, sækja tónleika, sýna sig á stórmörkuðum,sundlaugum, leikhúsum og þar fram eftir götunum. Engin vænlegur viðburður fer fram hjá þeim í von um ókeypis kynningu. En þeir haga sér greinilega ekki eins og almúginn, frambjóðendurnir eru ekki mættir í jarðafarir til þess að sýna hluttekningu, nei þeir eru mættir til þess að láta vita af sér og standa því nokkrum sinnum upp og ganga afsíðis til þess að þykjast tala í síma. Athöfnin vekur á þeim athygli og allir syrgjendur vita nú að viðkomandi þingmaður er viðstaddur þótt enginn geri sér grein fyrir samhenginu.

 Dæmi:Á tónleikum í Báthúsinu á Siglufirði voru þau saman Ingibjörg Sólrún og Kristján Möller, þau sátu á fremsta bekk. Á meðan á tónleikunum stóð voru þau gríðarlega óróleg stóðu upp í sífellu og gengu fram og aftur um troðfullt húsið annað hvort saman, eða einsömul. Það fór ekki fram hjá neinum að þau voru mætt á staðinn og Kristján Möller var þessa kvöldstund svo sannarlega besti vinur Ingibjargar. Heilsíðuauglýsingar með myndum af frambjóðendum fylla nú öll blöð. Ein slík með mynd af Paris Hilton, Íslands, Valgerði Sverrisdóttur birtist í Dagskránni á Akureyri í gær, þar bauð hún til súpufundar kl. 12.00. þann sama dag. Gallinn er bara sá að blaðið fer ekki í útburð fyrr en kl. 16.00 því hefur Vala greinilega sopið súpuna í einsemd mikilli. En súpan var vissulega ekki aðalatriðið, heldur heilsíðuauglýsingin ásamt litmynd af frambjóðandanum, það var auðvita markmiðið að myndin bærist inn á öll heimili, aukaatriðið var súpan, því það var fyrirfram vitað að enginn nyti hennar nema Valgerður og hver veit nema súpan hafi bara alls ekki verið fram borin? Ég tengdi Valgerði við Paris Hilton hér á undan já, þær eiga það sameiginlegt að daglega hafa íslensk dagblöð birt af þeim myndir, jafnvel svo árum saman. Það er því alveg ljóst að íslenskir blaðamenn og ljósmyndarar fylgja henni hvert fótmál og ekki leiðist henni öll athyglin og lætur hún vita af öllum athöfnum sínum stórum sem smáum svo ekkert fari nú fram hjá okkur og fær í hvert sinn ókeypis auglýsingu í staðin.

Það skal tekið fram að þessi pistill er Valgerði, Kristján Möller og Ingibjörgu Sólrúnu að kostnaðarlausu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband